Fótbolti

Hiddink hættur hjá Anzhi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hollendingurinn Guus Hiddink er hættur sem þjálfari rússneska stórliðsisn Anzhi og er nú sterklega orðaður við Barcelona á Spáni.

Þetta er staðfest á heimasíðu Anzhi í dag þar sem honum er þakkað fyrir störf sín með félaginu undanfarna átján mánuði. Rene Meulensteen, sem starfaði áður hjá Manchester United, tekur við liðinu.

Tvær umferðir eru búnar af tímabilinu í Rússlandi en Anzhi tapaði fyrir Dynamo Mosvku í síðusta leik sínum, 2-1. Hiddink gerði nýjan eins árs samning við Anzhi í síðasta mánuði og því kemur ákvörðun hans nú í opna skjöldu.

Hiddink hefur komið víða við á ferlinum og þjálfaði Real Madrid í eitt tímabil, frá 1998 til 1999. Hann hefur einnig þjálfað landslið víða um heim og var árið 2009 tímabundið ráðinn til Chelsea.

Tito Vilanova hætti með Barcelona á dögunum vegna veikinda og er félagið því nú að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×