Fótbolti

Noregur í undanúrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Norðmenn fagna einu marka sinna í sólinni í Kalmar í dag.
Norðmenn fagna einu marka sinna í sólinni í Kalmar í dag. Nordicphotos/Getty
Norska landsliðið vann sannfærandi 3-1 sigur á Spánverjum í átta liða úrslitum í Kalmar í dag.

Síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Ísland í 1. umferð riðlakeppninnar hafa Hollendingar, sjöfaldir Evrópumeistarar Þjóðverja og Spánverjar fengið að kenna á þeim norsku.

Solveig Guldbrandsen kom þeim norsku yfir þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður og sjálfsmark sá til þess að Noregur hafði 2-0 forystu í leikhléi.

AdaHegerberg skoraði þriðja markið á 64. mínútu og gulltryggði þær norsku í undanúrslitin. Mark Jenni í viðbótartíma var aðeins sárabót fyrir spænska liðið.

Síðar í kvöld kemur í ljós hvort andstæðingur Noregs verður Frakkland eða Danmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×