Fótbolti

Marca: Bale vill fara til Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Spænska blaðið Marca slær því upp á forsíðu sinni í dag að Real Madrid sé á góðri leið með að tryggja sér þjónustu Gareth Bale, leikmanns Tottenham.

„Leikmaðurinn hefur sagt Tottenham að hann vilji fara,“ er haldið fram í blaðinu og fullyrt að hann muni funda með forráðamönnum Real Madrid innan skamms.

Bale hefur lengi verið orðaður við Real Madrid en einnig Manchester United. Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, hefur þó margítrekað að félagið ætli sér ekki að selja kappann og að hann reikni með honum í sínu liði á næstu leiktíð.

Á borðinu mun vera sex ára samningur við Real Madrid sem tryggi honum tíu milljónir evra, um 1,6 milljarð króna, í árslaun. Marca segir enn fremur að kaupverðið sé alls 85 milljónir evra, um 13,5 milljarðar, og að Fabio Coentrao fari til Tottenham í skiptum.

Forsíða Marca í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×