Enski boltinn

Hvað eru þeir að reykja á Emirates?

Stefán Árni Pálsson skrifar
John William Henry
John William Henry Mynd / Getty Images
John William Henry, einn af aðaleigendum Liverpool, er greinilega ekki ánægður með tilboð Arsenal í Luis Suarez sem barst liðinu í gær.

Enska knattspyrnuliðið bauð í gær 40 milljónir og eitt pund í úrúgvæska framherjann í gær en talið er að leikmaðurinn sé með klásúlu í sínum samningi við Liverpool að hann megi yfirgefa félagið ef tilboð uppá meira en 40 milljónir punda berst í leikmanninn.

Henry tístaði á Twitter-síðu sinni í morgun; Hvað haldið þig að þeir séu að reykja á Emirates-vellinum?

Það er því nokkuð ljóst á orðum hans að leikmaðurinn er alls ekki til sölu. Það er samt sem áður spurning hvað Suarez ákveður sjálfur ef satt reynist að riftunarákvæðið í samningi hans sé 40 milljónir punda.

Suarez var dæmdur í 10 leikja bann á síðustu leiktíð fyrir að bíta í Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, en áður hafði leikmaðurinn verið dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra, leikmann Manchester United.

Hann hefur kvartað undan slæmri meðferð af enska knattspyrnusambandinu og var talið líklegt að hann myndi yfirgefa félagið í sumar.

Hér að neðan má sjá mynd af tístinu frá Henry






Fleiri fréttir

Sjá meira


×