Enski boltinn

Gylfi skoraði í tapleik gegn Sunderland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þegar leikmenn gengu inná völlinn í dag.
Þegar leikmenn gengu inná völlinn í dag. Mynd / Getty Images
Sunderland bar sigur úr býtum gegn Tottenham, 3-1, í æfingaleik í Hong Kong í morgun en Gylfi Þór Sigurðsson gerði eina mark Tottenham Hotspurs í leiknum.

Gylfi skoraði fyrsta mark leiksins eftir tæplega hálftíma leik en leikmenn Sunderland voru ekki lengi að jafna metin þegar Cabra jafnaði.

Wes Brown kom Sunderland yfir á 64. mínútu leiksins og það var síðan David Moberg Karlsson sem innsiglaði sigur Sunderland á lokamínútu leiksins.

Það rigndi gríðarlega í Hong Kong á meðan leiknum stóð og voru aðstæður ekki vænlegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×