Enski boltinn

Reina og Higuain til Napoli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pepe Reina, markvörður Liverpool
Pepe Reina, markvörður Liverpool Mynd / Getty Images
Pepe Reina, markvörður Liverpool, og Gonzalo Higuain, leikmaður Real Madrid, munu leika með Napoli á næstu leiktíð.

Reina mun fara til Napoli á láni en Higuain gæti farið til félagsins til frambúðar og mun félagið greiða um 30 milljónir punda fyrir leikmanninn sem á að fylla skarð Edison Cavani sem fór frá Napoli í síðustu viku.

Knattspyrnustjórinn Rafa Benítez tók við ítalska félaginu í sumar. Hann vildi ólmur klófesta Reina frá Liverpool en Benitez stýrði liðinu á árum áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×