Enski boltinn

Liverpool vann Melbourne Victory | Suarez lék í tuttugu mínútur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steven Gerrard fagnar hér marki sínu í morgun.
Steven Gerrard fagnar hér marki sínu í morgun. Mynd / Getty Images
Liverpool bar sigur úr býtum gegn Melbourne Victory, 2-0, í æfingaleik í Ástralíu í morgun.

Fyrirliðinn Steven Gerrard gerði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma leik en það var Iago Aspas sem skoraði annað mark Liverpool undir lok leiksins.

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, kom inná í síðari hálfleiknum en hann hefur verið orðaður frá félaginu undanfarna daga.

Arsenal hefur gert formlegt tilboð í leikmanninn og gæti leikmaðurinn endað í London. Forráðamenn Liverpool hafa aftur á móti gefið það skýrt út að Úrúgvæinn sé einfaldlega ekki til sölu.

Suarez í leiknum í dag.Mynd / getty images



Fleiri fréttir

Sjá meira


×