Enski boltinn

Suarez þarf að sýna ákveðna tryggð við Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brendan Rodgers og Luis Suarez í morgun.
Brendan Rodgers og Luis Suarez í morgun. Mynd / Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool,  vill meina að Luis Suarez skuldi félaginu ákveðna tryggð og eigi því að vera um kyrrt hjá liðinu.

Liverpool hefur alltaf staðið þétt við bakið á úrúgvæska framherjanum þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi oftar en ekki komið sér í vandræði innan vallar.

Enska knattspyrnuliðið Arsenal hefur nú boðið rúmlega 40 milljónir punda í leikmanninn en svo virðist sem leikmaðurinn hafi ákveðna klásúlu í sínum samningi við félagið að hann geti yfirgefið liðið ef tilboð berst í hann yfir 40 milljónir punda.

„Hann er ennþá leikmaður Liverpool,“ sagði Brendan Rodgers.

„Núna þurfum við bara að einbeita okkur að því að koma honum í gott leikform. Hann hefur ávallt fengið mikinn stuðning frá öllum hér í Liverpool borg. Samt sem áður hefur leikmaðurinn misst af fjölmörgum leikjum vegna leikbanna, hann skuldar öllum hér ákveðna tryggð og þarf að bera virðingu fyrir klúbbnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×