Fótbolti

Þjóðverjar í úrslit á EM

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Sjöfaldir Evrópumeistarar Þjóðverja eru komnir í úrslitaleikinn enn eina ferðina eftir dramatískan 1-0 sigur á gestgjöfum Svía.

Dzsenifer Marozsán skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu eftir sendingu frá Önju Mittag. Svíar voru síst slakari aðilinn í leiknum og sóttu án afláts að marki Þjóðverja. Þeim tókst þó aldrei almennilega að láta reyna á Angerer í þýska markinu.

Þjóðverjar eiga því tækifæri á að vinna keppnina í sjötta skiptið í röð og áttunda skiptið alls. Á morgun kemur í ljós hvort Danir eða Norðmenn verða andstæðingur Þjóðverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×