Enski boltinn

Arsenal bætti einu pundi við 40 milljónirnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir nýjasta tilboð Arsenal ekki nálægt því virði sem Liverpool metur Luis Suarez á.

Arsenal hefur lagt fram tvö tilboð. Fyrst 35 milljónir og svo 40 milljónir og reyndar eitt pund til viðbótar.

„Þetta er tvíþætt. Það má vel vera að leikmaður hafi áhuga á að fara en það verður þá einhver að borga fullt verð fyrir viðkomandi leikmann,“ sagði Rodgers á blaðamannafundi í Ástralíu.

Liverpool mætti Melbourne Victory í æfingaleik í gær og spilaði Suarez síðustu 20 mínútur leiksins. „Það hefur ekkert breyst í hans málum,“ sagði hann eftir leikinn. „Hann er leikmaður sem er á launum hjá Liverpool sem þarf nú að einbeita sér að því að koma sér í gott form.“

„Eftir að tilboðið kom sagði Luis að einbeitingin hjá honum væri í góðu lagi og að hann gæti spilað. Hann hefur hagað sér fagmannlega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×