Innlent

Krumma bjargað úr tré

Boði Logason skrifar
Slökkviliðsmenn á vettvanig í dag
Slökkviliðsmenn á vettvanig í dag Mynd/BL
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um krumma sem væri fastur í tré í garði við íbúðarhúsnæði í Þingholtsstræti í dag.

Slökkviliðsmenn fóru á vettvang og ætluðu að freista þess að hrista krumma úr trénu en það virkaði ekki. Því var brugðið á það ráð fara upp á slökkvistöð og sækja körfubíl.

Tveir slökkviliðsmenn fóru upp að krumma í trénu og klipptu á spotta sem hann hafði flækt sig í. Krummi féll til jarðar en náði að hefja sig til flugs áður en hann lenti á hörðum jarðveginum.

Hrafninn flaug því á brott, heill á húfi ásamt öðrum krummum sem svifu yfir trénu og fylgdust með vini sínum í vanda.

Krumma bjargaðMynd/BL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×