Fótbolti

FH fær að spila í Kaplakrika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
FH vann Ekranas í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni.
FH vann Ekranas í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni. Mynd/Stefán
FH hefur fengið leyfi til að spila heimaleik sinn gegn austurrísku meisturunum í Austria Vín á heimavelli sínum í Kaplakrika eftir að hafa fengið undanþágu frá Knattspyrnusambandi Evrópu til þess.

 

Strangari kröfur eru gerðar til leikvalla þegar svo langt er komið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en liðin eigast nú við í þriðju umferð. Svo lítið vantar upp á í Kaplakrika að UEFA gerir ekki athugasemd um leikstaðinn ef bæði lið eru samþykk að spila leikinn þar.

FH-ingar þurftu því að leita samþykkis Austria Vínar sem reyndist auðsótt. Það liggur því fyrir að leikurinn muni fara fram miðvikudaginn 7. ágúst klukkan 16.00 næstkomandi.

 

Fyrri leikurinn fer fram í Vínarborg á þriðjudaginn næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×