Fótbolti

Dramatískur sigur hjá Eiði Smára og félögum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiður Smári.
Eiður Smári. Nordicphotos/Getty
Tíu leikmenn Club Brugge unnu í kvöld 2-0 sigur á Charleroi í 1. umferð belgísku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Heimamenn urðu fyrir áfalli strax á 21. mínútu þegar Timmy Simmons var vikið af velli með rautt spjald. Þetta var fyrsti leikur Simmons fyrir Club en Belginn missti ekki úr mínútu í þýsku Bundesligunni síðastliðin þrjú tímabil.

Fyrsta mark leiksins skoraði Kínverjinn ungi Wang Shangyuan á 66. mínútu. Nokkrum mínútum áður hafði Eiði Smára verið skipt af velli. Heimamenn bættu við öðru marki í viðbótartíma.

Karakterssigur hjá Club Brugge sem hefur tímabilið með ágætum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×