Enski boltinn

Fabregas fer ekki fet

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Nordicphotos/AFP
Gerardo Marino, þjálfari Barcelona, segir ekki koma til greina að selja Cesc Fabregas til Manchester United.

David Moyes, stjóri United, hefur lýst yfir áhuga sínum á Fabregas. United hefur þegar lagt fram tilboð í Spánverjann sem var hafnað.

„Við erum stoltir yfir því að hafa leikmann í svo háum gæðaflokki að United vilji kaupa hann enda er félagið glæsilegt. Það skiptir hins vegar engu máli hve háa upphæð þeir bjóða. Við seljum ekki Cesc Fabregas," segir varaforsetinn Josep Maria Bartomeu.

Hann segir Martino þjálfara hafa gert það ljóst þegar honum var tilkynnt að United hefði gert tilboð í Fabregas. Argentínumaðurinn hafi brugðist við með þeim hætti að ekki kæmi til greina að selja Spánverjann.

Guardian segir áhuga United á Gareth Bale og Cristiano Ronaldo enn fyrir hendi. Þar á bæ geri menn sér þó grein fyrir því að litlir möguleikar séu á það geti gengið eftir. Aðrir undir smásjá Moyes eru Marouane Fellaini hjá Everton, Luka Modric hjá Real Madrid og Yohan Cabaye hjá Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×