Við búum í ofbeldisfullum heimi Óttar Norðfjörð skrifar 27. júlí 2013 00:45 Við búum í ofbeldisfullum heimi. Við búum í heimi sem ég skil ekki alltaf. Fólk gerir hluti sem ég skil ekki og heilu samfélögin sömuleiðis. Við búum í ofbeldisfullum heimi en á morgun ætlum við að sameinast til að mótmæla því. En hvernig mótmælir maður ofbeldi? Einfaldlega með því að láta í sér heyra. Því fleiri sem láta sig málið skipta, því meiri er samstaðan og því minna pláss fá ofbeldismennirnir. Menn sem beita ofbeldi eru sjúkdómur á samfélagi okkar sem við þurfum að lækna í sameiningu. Það er einlæg trú mín að það sé hægt að útrýma ofbeldi úr samfélagi okkar. Við eigum enn langt í land, því ofbeldið liggur djúpt í menningu okkar, en það er hægt. Við þurfum öll að hjálpast að, vakna, opna augun, stoppa og hugsa. Á morgun ætlum við að hittast og sýna samstöðu og mótmæla einni útbreiddustu tegund ofbeldis sem fyrirfinnst og það er ofbeldi karla gegn konum; því ofbeldi sem hefur verið normalíserað í öllum heimshornum. Viðbjóðslegu ofbeldi sem þrífst daglega og við álítum einhverra hluta vegna sjálfsagt. Ofbeldi sem við Íslendingar munu að öllum líkindum lesa um eftir einungis nokkra daga þegar Verslunarmannahelgin gengur í garð. Einhver spekingur sagði einu sinni: „Það vilja allir breyta heiminum, en það vill enginn breyta sjálfum sér.“ Það er kannski málið. Á meðan við látum eins og ofbeldi karla gegn konum sé ekki til heldur það áfram að þrífast. Við þurfum að breyta sjálfum okkur og hugsunarhætti okkar og viðurkenna og mótmæla ofbeldinu gegn konum alls staðar í kringum okkur. Þá fyrst getur heimurinn breyst og orðið betri. Það er einlæg trú mín. Óttar Norðfjörð, rithöfundurDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Við búum í ofbeldisfullum heimi. Við búum í heimi sem ég skil ekki alltaf. Fólk gerir hluti sem ég skil ekki og heilu samfélögin sömuleiðis. Við búum í ofbeldisfullum heimi en á morgun ætlum við að sameinast til að mótmæla því. En hvernig mótmælir maður ofbeldi? Einfaldlega með því að láta í sér heyra. Því fleiri sem láta sig málið skipta, því meiri er samstaðan og því minna pláss fá ofbeldismennirnir. Menn sem beita ofbeldi eru sjúkdómur á samfélagi okkar sem við þurfum að lækna í sameiningu. Það er einlæg trú mín að það sé hægt að útrýma ofbeldi úr samfélagi okkar. Við eigum enn langt í land, því ofbeldið liggur djúpt í menningu okkar, en það er hægt. Við þurfum öll að hjálpast að, vakna, opna augun, stoppa og hugsa. Á morgun ætlum við að hittast og sýna samstöðu og mótmæla einni útbreiddustu tegund ofbeldis sem fyrirfinnst og það er ofbeldi karla gegn konum; því ofbeldi sem hefur verið normalíserað í öllum heimshornum. Viðbjóðslegu ofbeldi sem þrífst daglega og við álítum einhverra hluta vegna sjálfsagt. Ofbeldi sem við Íslendingar munu að öllum líkindum lesa um eftir einungis nokkra daga þegar Verslunarmannahelgin gengur í garð. Einhver spekingur sagði einu sinni: „Það vilja allir breyta heiminum, en það vill enginn breyta sjálfum sér.“ Það er kannski málið. Á meðan við látum eins og ofbeldi karla gegn konum sé ekki til heldur það áfram að þrífast. Við þurfum að breyta sjálfum okkur og hugsunarhætti okkar og viðurkenna og mótmæla ofbeldinu gegn konum alls staðar í kringum okkur. Þá fyrst getur heimurinn breyst og orðið betri. Það er einlæg trú mín. Óttar Norðfjörð, rithöfundurDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar