
Við búum í ofbeldisfullum heimi
Við búum í ofbeldisfullum heimi en á morgun ætlum við að sameinast til að mótmæla því. En hvernig mótmælir maður ofbeldi? Einfaldlega með því að láta í sér heyra. Því fleiri sem láta sig málið skipta, því meiri er samstaðan og því minna pláss fá ofbeldismennirnir.
Menn sem beita ofbeldi eru sjúkdómur á samfélagi okkar sem við þurfum að lækna í sameiningu. Það er einlæg trú mín að það sé hægt að útrýma ofbeldi úr samfélagi okkar. Við eigum enn langt í land, því ofbeldið liggur djúpt í menningu okkar, en það er hægt. Við þurfum öll að hjálpast að, vakna, opna augun, stoppa og hugsa.
Á morgun ætlum við að hittast og sýna samstöðu og mótmæla einni útbreiddustu tegund ofbeldis sem fyrirfinnst og það er ofbeldi karla gegn konum; því ofbeldi sem hefur verið normalíserað í öllum heimshornum. Viðbjóðslegu ofbeldi sem þrífst daglega og við álítum einhverra hluta vegna sjálfsagt. Ofbeldi sem við Íslendingar munu að öllum líkindum lesa um eftir einungis nokkra daga þegar Verslunarmannahelgin gengur í garð.
Einhver spekingur sagði einu sinni: „Það vilja allir breyta heiminum, en það vill enginn breyta sjálfum sér.“ Það er kannski málið. Á meðan við látum eins og ofbeldi karla gegn konum sé ekki til heldur það áfram að þrífast. Við þurfum að breyta sjálfum okkur og hugsunarhætti okkar og viðurkenna og mótmæla ofbeldinu gegn konum alls staðar í kringum okkur. Þá fyrst getur heimurinn breyst og orðið betri. Það er einlæg trú mín.
Óttar Norðfjörð, rithöfundur
Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.
Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn.
Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.
Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Skoðun

Jón Steinar tekur upp hanskann
Sævar Þór Jónsson skrifar

Verum bleik – fyrir okkur öll!
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Hvar skildi pabbi vera á biðlistanum, ætli honum endist ævin að komast af þeim lista?
Davíð Bergmann skrifar

Skipulagsmál á sjálfstýringu hjá meirihlutanum í Kópavogi
Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar

Vanþekking
Eymundur Eymundsson skrifar

Hvalreki eða Maybe Mútur?
Pétur Heimisson skrifar

Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar
Bryndís Skarphéðinsdóttir,Margrét Wendt,Ólína Laxdal skrifar

Hittumst og ræðum um menntamál!
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Kyrrstaða þrátt fyrir tækifæri til breytinga
Hildur Harðardóttir skrifar

Stígum öll upp úr skotgröfunum
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Átt þú barn með ADHD?
Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin svínaði á eftirlaunafólki fimm ár í röð
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Menntun og velsæld barna í fyrsta sæti
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Transvæðingin og umræðan
Eva Hauksdóttir skrifar

Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs
Sigurður Gylfi Magnússon skrifar

Stórtækar umbætur í fangelsismálum
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Við getum víst hindrað laxastrok
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Nýjar lausnir fyrir nýja tíma
Finnur Beck skrifar

Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika
Jódís Skúladóttir skrifar

… hver er á bakvakt?
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Lygarinn, ég?
Jón Ármann Steinsson skrifar

Nokkur orð um Sinfó
Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar

Að verða vitni að drápi á hvalkýr og kálfi
Arne Feuerhahn skrifar

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir
Skúli Helgason skrifar

Ópera - framtíðin er björt!
Andri Björn Róbertsson skrifar

Þegar lítil þúfa...
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Að brenna bláa akurinn
Jón Kaldal skrifar

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar