Enski boltinn

Gylfi lagði upp mark

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi í leiknum í morgun.
Gylfi í leiknum í morgun. Nordic Photos / Getty Images
Tottenham vann öruggan sigur á liði Suður-Kína í æfingaleik, 6-0, nú í morgun. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn og lagði upp eitt mark sinna manna.

Manchester City og Sunderland spila á sama æfingamóti og eigast við síðar í dag. Jermain Defoe skoraði þrennu í leiknum í morgun og þeir Andros Townsend og Clint Dempsey eitt hvor. Eitt markið var svo sjálfsmark.

Gareth Bale spilaði ekki með Tottenham í dag, ekki frekar en gegn Sunderland fyrr í vikunni. Bale hefur verið að glíma við meiðsli.

Leikur City og Sunderland verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 12.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×