Innlent

Missti stjórn á vélhjóli

Annar hinna slösuðu var með skurð á höfði, en ferðamennirnir voru ekki alvarlega slasaðir.
Annar hinna slösuðu var með skurð á höfði, en ferðamennirnir voru ekki alvarlega slasaðir.
Ökumaður vélhjóls var fluttur á slysadeild eftir að hafa misst stjórn á hjóli sínu við Laxamýri, sunnan við Húsavík eftir hádegi í dag. Óljóst er hvort að ökumaðurinn sé alvarlega slasaður, en að sögn lögreglu var hann með meðvitund.

Þá voru tveir erlendir ferðamenn fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Dettifossvegi, skammt norðan við Grímsstaði á Fjöllum, á ellefta tímanum í morgun. Annar hinna slösuðu var með skurð á höfði, en ferðamennirnir voru ekki alvarlega slasaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×