Enski boltinn

Fetar Soldado í fótspor Klinsmann?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Klinsmann í baráttu við Tim Sherwood hjá Blackburn leiktíðina 1994-1995.
Klinsmann í baráttu við Tim Sherwood hjá Blackburn leiktíðina 1994-1995. Nordicphotos/Getty
Fyrir sléttum 19 árum gekk Þjóðverjinn Jürgen Klinsmann í raðir Tottenham Hotspur frá Monaco í Frakklandi.

Óhætt er að segja að koma Klinsmann hafi fengið stuðningsmenn Spurs til að brosa. Sá þýski skoraði glæsimörk á White Hart Lane á milli þess sem hann rúntaði um á Bjöllunni sinni í Lundúnum og blandaði geði við heimamenn.

Nítján árum síðan vantar Tottenham svipaðan neista í framlínu liðsins. Jermain Defoe og Emmanuel Adebayor eiga sína daga en það virðist hins vegar ekki vera hægt að treysta á að þeir standi sína plikt. Eru margir á þeirri skoðun að Tottenham geti ekki tekið næsta skref fram á við fyrr en liðið verður komið með heimsklassa framherja í sínar raðir.

BBC hefur heimildir fyrir því að Tottenham og Valencia séu langt komin í samningaviðræðum um félagaskipti spænska framherjans. Soldado skoraði 30 mörk í 46 leikjum með Spurs í fyrra og myndi án nokkurs vafa styrkja framlínu Lundúnafélagsins.

Soldado yrði þriðji leikmaðurinn til að ganga í raðir Tottenham í sumar. Brasilíski miðjumaðurinn Paulinho er væntanlegur til æfinga hjá Spurs í dag og sömu sögu er að segja um belgíska kantmanninn Nacer Chadli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×