Fótbolti

Ánægður með ákvörðun Arons

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron og Altidore á góðri stundu.
Aron og Altidore á góðri stundu. Nordicphotos/Getty
Jozy Altidore, skærasta stjarnan í framlínu bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, fagnar ákvörðun Arons Jóhannssonar að leika fyrir landslið þjóðarinnar.

„Gleðst yfir þeim tíðindum að Aron valdi Bandaríkin. Hann er þvílíkur gæðaleikmaður og stuðningsmenn og leikmenn munu kunna að meta hann. Velkominn bróðir," skrifar Altidore á Twitter-síðu sína.

Altidore og Aron voru samherjar hjá AZ Alkmaar í Hollandi á síðustu leiktíð. Altidore raðaði inn mörkunum fyrir hollenska félagið og var í kjölfarið keyptur til Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×