Fótbolti

Silva gerir fimm ára risasamning við PSG

Stefán Árni Pálsson skrifar
Thiago Silva
Thiago Silva Mynd / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Thiago Silva hefur gert nýjan samning við Paris Saint-Germain og er hann til fimm ára.

Spænska knattspyrnuliðið Barcelona gerði sér vonir um að klófesta leikmanninn en það er úr sögunni, í bili í það minnsta.

Silva mun fá rúmlega sex og hálfan milljarð íslenskra króna í laun frá félaginu næstu fimm árin og gátu forráðamenn Barcelona ekki boðið honum betur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×