Fótbolti

Vålerenga vann Íslendingalið Sarpsborg í átta marka leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson
Guðmundur Þórarinsson Mynd / Daníel
Vålerenga vann fínan sigur, 5-3, á Íslendingaliðinu Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Vålerenga.

Heimamenn gerðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins fjögurra mínútna leik en leikmenn Sarpsborg jöfnuðu metin rétt fyrir lok hálfleiksins og staðan 1-1 í hálfleik.

Vålerenga gerði fjögur mörk í þeim síðari og gerði útum leikinn. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Sarpsborg en Þórarinn Ingi Valdimarsson var tekinn af velli rétt fyrri leikslok.

Sparpsborg er í 14. sæti deildarinnar með 17 stig en Vålerenga er í því sjötta með 24 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×