Fótbolti

Staðgengill Guðjóns bjargaði stigi fyrir Halmstad

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Baldvinsson til hægri
Guðjón Baldvinsson til hægri Mynd / Aðsend
Halmstad og Syrianska gerðu 1-1 jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni en Sebastian Rajalakso, leikmaður Syrianska, gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega tíu mínútna leik.

Marcus Antonsson jafnaði síðan metin tíu mínútum fyrir leikslok en Guðjón Baldvinsson var tekinn af velli tuttugu mínútum fyrir leikslok fyrir Antonsson sem síðan jafnaði metin fyrir heimamenn.

Halmstad er í 13. sæti deildarinnar en Syrianska er í því neðsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×