Enski boltinn

Ferdinand bjartsýnn fyrir komandi tímabil

Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, telur að liðið sé nægilega sterkt til að verja Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili.

United hefur ekki náð að styrkja hópinn mikið í sumar og vonast forráðamenn liðsins að þeir nái að klófesta Cesc Fabregas frá Barcelona.

„Við erum sem fyrr með mikið sjálfstraust,“ sagði Ferdinand.

„Ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur ef tímabilið myndi hefjast núna og þetta væri lokahópurinn. Við erum með nægilega gott lið til að vinna titla.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×