Fótbolti

Að sprengja þann sundkút eins og hvern annan

Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar
Margrét Lára og Sif í góðu stuði.
Margrét Lára og Sif í góðu stuði. Mynd/ÓskarÓ
Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, klikkaði ekki á orðaleik íslenska liðsins og það sem meira er þá notaði hún orðið á skemmtilegan hátt í viðtali við Vísi í gær.

Liðsfélagar hennar voru meira í því að kalla hvora aðra kút en Sif steig skrefinu lengra og smellti því inn í hnitmiðaða og hnyttna setningu eins og ekkert væri sjálfsagðara. Sif var þá að tjá sig um norska liðið, mótherja íslensku stelpnanna í Kalmar í kvöld.

„Þær eru öflugir mótherjar en við ættum að geta sprengt þann sundkút eins og hvern annan. Þetta er mjög sterkt lið og þær eru líkar okkur. Þær eru líkamlega sterkar og vilja sækja hratt og í eyðurnar sem við erum að skilja eftir," sagði Sif.

Vísir vill nota tækifærið til að hrósa Sif fyrir sitt innlegg í orðaleikinn. Ef Vísir fær atkvæðarétt í þessarri umferð þá fær Sif hiklaust okkar atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×