Fótbolti

Dóra María í hægri bakverðinum - Dagný og Rakel byrja

Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar
Mynd/Daníel
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í fyrsta leik liðsins á EM í Svíþjóð. Þóra Björg Helgadóttir og Katrín Ómarsdóttir byrja báðar á bekknum í kvöld.

Dagný Brynjarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Rakel Hönnudóttir eru allar í byrjunarliðinu í þessum leik og mun Dóra María byrja sem hægri bakvörður. Dóra María kom inn á sem varamaður í síðasta leik á móti Noregi og stóð sig þá mjög vel í bakverðinum.

Sif Atladóttir er klár í slaginn og spilar við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur í miðri vörninni. Rakel Hönnudóttir spilar væntanlega fyrir aftan Margréti Láru Viðarsdóttur en Dagný Brynjarsdóttir er á miðjunni með Söru Björk Gunnarsdóttur.

Fanndís Friðriksdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eru á köntunum alveg eins og í síðustu leikjum og Hallbert Guðný Gísladóttir heldur sinni stöðu í vinstri bakverðinum.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Dóra María Lárusdóttir

Miðvörður: Katrín Jónsdóttir

Miðvörður: Sif Atladóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Miðjumaður: Sara Björg Gunnarsdóttir

Miðjumaður: Dagný Brynjarsdóttir

Fremsti miðjumaður: Rakel Hönnudóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×