Fótbolti

Sara Björk besti maður vallarins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sara Björk í baráttunni í leiknum í dag.
Sara Björk í baráttunni í leiknum í dag. Nordicphotos/AFP
Hafnfirðingurinn Sara Björk Gunnarsdóttir átti frábæran leik með íslenska landsliðinu sem sótti stig gegn sterku liði Noregs á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag.

Frammistaða Söru Bjarkar fór ekki fram hjá neinum sem á leikinn horfðu og voru mótshaldarar engin undantekning. Völdu þeir Söru Björk mann leiksins og átti hún það virkilega skilið.

Vinnslan á Söru Björk í leiknum var með ólíkindum og hún braut niður hverja sóknarlotu Norðmanna á fætur annarri. Sara sótti svo vítaspyrnuna af sinni einskæru baráttu undir lokin og úr henni jöfnuðu okkar stelpur metin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×