Hólmfríður: Ég var alveg viss um að Margrét myndi skora Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar 11. júlí 2013 22:14 Nordic Photos / AFP Hólmfríður Magnúsdóttir ógnaði mikið framan af leik og var þá eiginlega sú eina sem var að skapa usla í vörn Norðmanna í Kalmar í kvöld. Í seinni hálfleiknum fékk hún meiri stuðning í sókninni frá liðsfélögum sínum og íslenska liðið náði að jafna og tryggja sér 1-1 jafntefli í sínum fyrsta leik á EM í Svíþjóð. „Þetta er fyrsta stigið á EM og það er frábært fyrir okkur að ná því. Ég held að við náðum fram íslenska hjartanu í þessum leik. Það var þvílík barátta og við vorum að vinna fyrir hverja aðra. Mér fannst markið alltaf liggja í loftinu því við náðum góðum sóknum og fengum góð færi," sagði Hólmfríður. „Ég er mjög ánægð með að hafa landað stigi. Ég er samt viss um að ef leikurinn hefði verið tíu mínútum lengri þá hefðum við náð inn sigurmarki," sagði Hólmfríður. „Það er búin að vera góð stemmning hjá okkur stelpunum. Við komum inn í þetta mót með enga pressu á okkur og það bjóst eiginlega enginn við neinu. Þetta er bara einn leikur sem er búinn núna og það er eins gott að við förum bara að einbeita okkur að næsta leik strax," sagði Hólmfríður. „Ég fékk alveg nokkur færi en það vantaði hjá mér að klára mitt. Ég var að hlaupa fram og til baka allan leikinn og eyddi líka mikilli orku í varnarvinnu líka. Ég komst oft upp kantinn og hefði kannski getað gert meira," sagði Hólmfríður. „Þetta var pottþétt víti þegar Sara var felld. Ég er mjög ánægð en vissi alveg að Margrét myndi skora. Ég hugsaði um gærdaginn þegar ég horfði á markvörð Dana verja tvö víti frá Svíunum. Margrét var ekkert að fara að klúðra þessu fyrir okkur. Ég var alveg viss um að hún myndi skora og sagði henni bara að vera róleg," sagði Hólmfríður hlæjandi. „Næsti leikur er á móti Þýskalandi og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann. Nú munum við bara hvíla okkur og fá nudd frá Svölu og Erlu í kvöld og fara að gíra okkur upp í næsta leik. Ég vil taka það fram að ég er rosalega ánægð með íslensku áhorfendurnar sem mættu á leikinn. Það var frábær stemmning og það heyrðist í þeim allan leikinn. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra í þeim," sagði Hólmfríður. Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir ógnaði mikið framan af leik og var þá eiginlega sú eina sem var að skapa usla í vörn Norðmanna í Kalmar í kvöld. Í seinni hálfleiknum fékk hún meiri stuðning í sókninni frá liðsfélögum sínum og íslenska liðið náði að jafna og tryggja sér 1-1 jafntefli í sínum fyrsta leik á EM í Svíþjóð. „Þetta er fyrsta stigið á EM og það er frábært fyrir okkur að ná því. Ég held að við náðum fram íslenska hjartanu í þessum leik. Það var þvílík barátta og við vorum að vinna fyrir hverja aðra. Mér fannst markið alltaf liggja í loftinu því við náðum góðum sóknum og fengum góð færi," sagði Hólmfríður. „Ég er mjög ánægð með að hafa landað stigi. Ég er samt viss um að ef leikurinn hefði verið tíu mínútum lengri þá hefðum við náð inn sigurmarki," sagði Hólmfríður. „Það er búin að vera góð stemmning hjá okkur stelpunum. Við komum inn í þetta mót með enga pressu á okkur og það bjóst eiginlega enginn við neinu. Þetta er bara einn leikur sem er búinn núna og það er eins gott að við förum bara að einbeita okkur að næsta leik strax," sagði Hólmfríður. „Ég fékk alveg nokkur færi en það vantaði hjá mér að klára mitt. Ég var að hlaupa fram og til baka allan leikinn og eyddi líka mikilli orku í varnarvinnu líka. Ég komst oft upp kantinn og hefði kannski getað gert meira," sagði Hólmfríður. „Þetta var pottþétt víti þegar Sara var felld. Ég er mjög ánægð en vissi alveg að Margrét myndi skora. Ég hugsaði um gærdaginn þegar ég horfði á markvörð Dana verja tvö víti frá Svíunum. Margrét var ekkert að fara að klúðra þessu fyrir okkur. Ég var alveg viss um að hún myndi skora og sagði henni bara að vera róleg," sagði Hólmfríður hlæjandi. „Næsti leikur er á móti Þýskalandi og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann. Nú munum við bara hvíla okkur og fá nudd frá Svölu og Erlu í kvöld og fara að gíra okkur upp í næsta leik. Ég vil taka það fram að ég er rosalega ánægð með íslensku áhorfendurnar sem mættu á leikinn. Það var frábær stemmning og það heyrðist í þeim allan leikinn. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra í þeim," sagði Hólmfríður.
Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn