Fótbolti

Þjálfari norska landsliðsins: Íslenska liðið á hrós skilið

Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar
Nordic Photos / AFP
Even Pellerud, þjálfari norska landsliðsins, var ekkert alltof upplitsdjarfur þegar hann hitti á íslensku blaðamennina eftir leikinn. Kurteis en fámáll og var ekki að gefa mikið af sér.

„Ég hef séð ósanngjarnari úrslit en þetta. Íslenska liðið kom sér til baka inn í leikinn og kom nokkrum boltum inn í teiginn okkar. Ég hafði áhyggjur af því um tíma. Ég vil ekki segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit en þau voru ekki ósanngjörn heldur. Við áttum að klára leikinn í fyrri hálfleiknum," sagði Even Pellerud.

„Íslenska liðið spilaði vel í þessum leik og bæði liðin voru að gera góða hluti. Íslenska liðið var yfirvegað allan tímann og hélt alltaf áfram að sækja. Íslenska liðið á hrós skilið fyrir þennan leik," sagði Pellerud.

„Við töpuðum kannski tveimur stigum en við eigum enn góða möguleika á því að komast áfram. Við þurfum að klára sóknirnar okkar miklu betur í næstu leikjum," sagði Pellerud.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×