Fótbolti

Sögulegt stig í höfn | Myndasyrpa

Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði Íslandi sögulegt stig þegar að hún skoraði jöfnunamark liðsins gegn Noregi á EM kvenna í Svíþjóð í kvöld.

Norðmenn höfðu komist yfir í fyrri hálfleik en stelpurnar voru mun öflugir í síðari hálfeik og uppskáru jöfnunarmark eftir að brotið var á Söru Björk Gunnarsdóttir í vítateig norska liðsins.

Ísland mætir næst Evrópumeisturum Þýskalands á sunnudag en Þýskaland gerði jafntefli við Holland, 0-0, í hinum leik dagsins í B-riðli. Reyndar hefur öllum fjórum leikjum keppninnar til þessa lokið með jafntefli.

Myndasyrpu úr leik Íslands og Noregs má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×