Fótbolti

Katrín með á minnismerkinu í Kalmar en vantar Soffíu

Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar
Minnisvarðinn í Kalmar.
Minnisvarðinn í Kalmar. Mynd/ÓskarÓ
Katrín Ásbjörnsdóttir komst ekki með íslenska kvennalandsliðinu til Svíþjóðar vegna meiðsla. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, var hinsvegar búinn að velja hana í 23 manna hópinn.

Sigurður Ragnar fékk leyfi UEFA til að taka Soffíu Gunnarsdóttur inn fyrir Katrínu þegar í ljós kom að meiðsli hennar voru það alvarleg en þessi breyting kom hinsvegar of seint fyrir mótshaldara í Kalmar.

Þeir voru þegar búnir að láta gera minnisvarða um alla þá leikmenn liðanna fjögurra sem spiluðu í Kalmar. Minnisvarðinn stendur fyrir utan leikvanginn í Kalmar.

Katrín var á listanum en ekki Soffía. Hún verður því um ókomin ár hluti af íslenska kvennalandsliðinu, sem náði í sögulegt stig í eina leik sínum í Kalmar, þegar menn stoppa til að skoða þennan minnisvarða. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvort Soffíu verði bætt á listann í framtíðinni.

Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið afar óheppinn með meiðsli. Sérstaklega þegar íslenska landsliðið hefur verið annars vegar.Mynd/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×