Fótbolti

Stelpurnar lentu í árekstri á leiðinni á æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Mynd/ÓskarÓ
Íslenska kvennalandsliðið kom aðeins seinna en áætlað var á æfinguna í Vaxjö í dag. Þetta var fyrsta æfing liðsins síðan að það flutti sig yfir frá Kalmar og það má segja að rútubílstjóri liðsins hafi fallið á fyrsta prófinu.

Rúta íslenska liðsins lenti nefnilega í árekstri á leið sinni á æfinguna. Bílstjórinn bakkaði á en sem betur fer meiddist enginn í íslenska hópnum.

Rútan fór þó ekki lengra í það skiptið og þurfti íslenski hópurinn þvi að bíða á meðan önnur rúta var kölluð á staðinn. Stelpurnar brostu bara þegar þær voru spurðar út í atvikið og höfðu ekki miklar áhyggjur af þessu.

Íslenska liðið mætir þýska landsliðinu á sunnudagskvöldið en stelpurnar æfa í fyrsta sinn á keppnisvellinum á morgun. Æfingin í dag fór fram í úthverfi Vaxjö sem heitir Teleborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×