Fótbolti

Blaðamenn fengu ávexti og orkukex

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Guðrún Inga Sívertsen tók vel á móti íslenska fjölmiðlahópnum.
Guðrún Inga Sívertsen tók vel á móti íslenska fjölmiðlahópnum. Mynd/ÓskarÓ
Það var vel tekið á móti íslensku blaðamönnunum sem mættu á æfingu íslenska kvennalandsliðsins í Vaxjö í kvöld. Íslenski hópurinn var léttur og greinilega mikil stemmning í honum eftir flott úrslit í fyrsta leik EM á móti Noregi.

Aðstoðarfólk íslenska liðsins hugsaði ekki aðeins um leikmennina sína á þessari æfingu liðsins því þeir gleymdu ekki blaðamönnunum sem fengu að fylgjast með upphafi æfingarinnar í dag.

Guðrún Inga Sívertsen, yfirfararstjóri, Klara Bjartmarz, fararstjóri og Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi,  báru ávexti, orkukex og vatn í blaðamennina sem kunnu svo sannarlega að meta það í hitanum í Vaxjö í dag.

Samskipti blaðamanna og íslenska hópsins hafa gengið vel til þessa á Evrópumeistaramótin í Svíþjóð og ekki er þetta framtak frá KSÍ-fólkinu að spilla mikið fyrir hvað það varðar. Takk fyrir að hugsa til okkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×