Innlent

Verslanir, kaffihús og göngutúrar á dagskrá stelpnanna

Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar
Íslensku stelpurnar fyrir utan hótelið í Växjö.
Íslensku stelpurnar fyrir utan hótelið í Växjö. Mynd/ÓskarÓ
Það var afslappað andrúmsloft í kringum íslenska kvennalandsliðið í dag rúmum sólarhring fyrir leik liðsins á móti Þýskalandi en það er annar leikur liðsins á EM í Svíþjóð.

Íslensku stelpurnar fengu allar að hreyfa sig eftir hádegismatinn á hóteli þeirra í Vaxjö. Stelpurnar æfa á keppnisvellinum í kvöld en ákváðu að njóta aðeins veðurblíðunnar eftir matinn.

Nokkrar stelpnanna þurftu reyndar að sinna viðtalsþyrstum blaðamönnum fyrst en hinar ruku af stað í göngutúr um næsta nágrenni hótelsins.

Hótel íslenska liðsins er við aðalgöngugötuna í Vaxjö og þar er sko nóg af búðum og kaffihúsum öðrum áhugavörðum stöðum fyrir Íslending í útlöndum. Stelpunum mun því ekki leiðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×