Enski boltinn

Tap í fyrsta leik David Moyes

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David Moyes á hliðarlínunni í dag.
David Moyes á hliðarlínunni í dag. Nordicphotos/Getty
Englandsmeistarar Manchester United töpuðu 1-0 fyrir úrvalsliði tælenskra leikmanna í fyrsta leik liðsins undir stjórn Skotans David Moyes í Tælandi í dag.

Nokkra sterka leikmenn vantaði í lið Englandsmeistaranna í dag en engu að síður voru þeir rauðklæddu vel skipaðir. Ben Amos stóð í marki gestanna og hann mátti hirða boltann úr neti sínu snemma í síðari hálfleik. Teeratep Winothai skoraði þá með skoti á nærstöngina eftir vel útfærða skyndisókn.

Danny Welbeck fékk fjölmörg færi fyrir United en líkt og á síðustu leiktíð gekk Englendingnum erfiðlega að finna leiðina í markið. Wilfried Zaha kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir United í síðari hálfleik og átti flott skot sem hafnaði í stönginni.

Nær komust gestirnir ekki og svekkjandi tap staðreynd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×