Fótbolti

Ítalir lögðu Dani

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gabbiadini og Brogård í baráttunni í dag.
Gabbiadini og Brogård í baráttunni í dag. Nordicphotos/AFP
Ítalía tyllti sér á topp A-riðils Evrópumóts kvennalandslið í Svíþjóð í dag með 2-1 sigri á Dönum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Melania Gabbiadini Ítölum yfir með skoti utan teigs á 55. mínútu. Skotið hafði viðkomu í varnarmanni Dana sem setti Stinu Lykka-Petersen útaf laginu.

Skömmu síðar varð forysta Ítala 2-0 þegar varamaðurinn Ilaria Mauro fylgdi eftir skoti sem Lykka-Petersen hafði varið.

Mia Brogård minnkaði muninn fyrir Dani skömmu síðar með góðu skoti en nær komust Danir ekki þrátt fyrir ágæt færi. Með sigrinum komust Ítalir á topp A-riðils með fjögur stig. Svíar og Finnar mætast síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×