Innlent

Átök á Norður-Írlandi

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ellefu voru handteknir eftir að til átaka kom á millli lögreglu og sambandssinna í Belfast á Norður-Írlandi í gær.

Átökin brutust út eftir að yfirvöld bönnuðu Óraníumönnum að ganga í gegnum hverfi kaþólikka í borginni.

Óraníumenn minnast þess árlega er Vilhjálmur af Óraníu sigraði her kaþólikka árið 1690.

Sambandssinnar köstuðu glerflöskum og múrsteinum í átt að lögreglu með þeim afleiðingum að þrjátíu og tveir lögreglumenn særðust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×