Fótbolti

Hólmfríður: Verða fljótt pirraðar ef við tökum fast á þeim

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/ÓskarÓ
Hólmfríður Magnúsdóttir dreymir um að ná vinna Evróðumeistara Þýskalands þegar þjóðirnar mætast í kvöld í Vaxjö í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð. Hólmfríður verður væntanlega í stóru hlutverki á vinstri kanti íslenska landsliðsins.

„Við þurfum að nýta hvert tækifæri og reyna að ná í stig. Það væri draumur að vinna þær og það væri ekki leiðinlegt. Við þurfum að mæta brjálaðar í leikinn með þéttann varnarpakka og treysta á skyndisóknir," segir Hólmfríður og bætir við:

„Þetta var allt öðruvísi leikur en sá á móti Noregi. Við munum samt alltaf fá færi á móti þeim og vonandi dettur þetta okkar megin. Það sem er númer eitt í þessum leik hjá okkur er að spila góða vörn," segir Hólmfríður. Það vantar marga stjörnuleikmenn í þýska liðið.

„Ég pæli ekki í því hvaða leikmenn eru ekki að spila. Við þurfum að mæta sjálfstraust í leikinn og helst eins og við spiluðum í seinni hálfleik á móti Noregi. Ef okkur tekst það þá held ég að þær verði mjög pirraðar. Þetta er lið sem verður fljótt pirrað ef við tökum fast á þeim," segir Hólmfríður.Hún sá þýska liðið gera markalaust jafntefli við Holland.

„Ég náði seinni hálfleiknum og þær voru aðeins farnar að pirra sig á Hollendingunum. Holland hefði getað unnið leikinn því þær komust tvisvar sinnum einar á móti markverðinum í lokin," segir Hólmfríður en Nadine Angerer, markvörður þýska liðsins, er öflug.

„Hún er mjög góð en það þýðir samt ekki að maður geti ekki skorað á móti henni. Það er líka stefnan," segir Hólmfríður að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×