Fótbolti

Noregur í toppsætið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Solveig Guldbrandsen fagnar sigurmarki sínu í dag.
Solveig Guldbrandsen fagnar sigurmarki sínu í dag. Nordicphotos/AFP
Solveig Guldbrandsen reyndist hetja Noregs í 1-0 sigri á Hollendingum í B-riðli Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu í Svíþjóð í dag.

Þjóðirnar leika í riðli með Íslendingum og Þjóðverjum en fyrstu leikjum riðilsins lauk báðum með jafntefli. Leikurinn í dag var jafn og skemmtilegur og réðst á einu marki.

Reynsluboltinn Guldbrandsen komst þá í ágætt færi innan teigs og hamraði knöttinn efst í markhornið. Hollendingar, sem náðu óvæntu jafntefli gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð, reyndu hvað þeir gátu til að jafna. Næst komust þeir þegar skalli small í þverslánni.

Noregur hefur fjögur stig í efsta sæti riðilsins eftir tvo leiki. Hollendingar hafa eitt stig líkt og Íslendingar og Þjóðverjar sem mætast klukkan 18.30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×