Innlent

Enn átök á Norður-Írlandi

Höskuldur Kári Schram skrifar
Hér sést mótmælandi henda skáp í lögreglumenn í norðanverðri Belfast í gær.
Hér sést mótmælandi henda skáp í lögreglumenn í norðanverðri Belfast í gær. Vísir/afpnordic
Að minnsta kosti tuttugu hafa verið handteknir í átökum á milli lögreglu og sambandssinna á Norður-Írlandi.

Átökin hófust á föstudag eftir að yfirvöld bönnuðu Óraníumönnum, reglu sambandssinna, að ganga í gegnum hverfi kaþólikka í borginni.

Sambandssinnar mótmæltu þessari ákvörðun með því að kasta glerflöskum og múrsteinum í átt að lögreglu.

Átökin blossuðu upp á ný í gær en rúmlega þrjátíu lögregluþjónar hafa særst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×