Fótbolti

Lars Lagerbäck sá um æfingu stelpnanna í dag

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er kominn til Vaxjö og ætlar að aðstoða Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara kvennaliðsins, fram að leiknum á móti Hollandi á miðvikudagskvöld.

„Ég er bara kominn til að hjálpa aðeins til," sagði Lars Lagerbäck við íslensku blaðamennina en Sigurður Ragnar var fljótur að redda honum hlutverki.

Lars Lagerbäck sá nefnilega um æfingu liðsins í dag ásamt Heimi Hallgrímssyni. Heimir hefur verið með liðinu allan tímann en hann er aðstoðarþjálfari Lars hjá karlaliðinu.

Þeir leikmenn íslenska liðsins sem spiluðu á móti Þýskalandi í gær voru reyndar ekki með á þessari æfingu en þar voru aftur á móti allir þeir leikmenn hópsins sem komu ekkert við sögu í gær.

Guðný Björk Óðinsdóttir vildi hins vegar vera með og var sú eina sem æfði af þeim fjórtán leikmönnum sem tóku þátt í Þýskalandsleiknum á sunnudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×