Fótbolti

Dóra María búin að spila 28 landsleiki í röð

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Dóra María og Hallbera hafa spilað flesta leiki í röð í íslenska hópnum.
Dóra María og Hallbera hafa spilað flesta leiki í röð í íslenska hópnum. Mynd/ÓskarÓ
Dóra María Lárusdóttir er sá leikmaður íslenska liðsins sem hefur spilað flesta landsleiki í röð án þess að missa úr leik. Dóra María hefur ekki misst úr landsleik síðan á Algarve-mótinu snemma árs 2011.

Dóra María hefur nú tekið þátt í 28 A-landsleikjum í röð eða í öllum leikjum síðan í sigri á Kína 4. mars 2011. Dóra María missti af þeim leik vegna meiðsla. Hún hefur nú spilað 92 leiki fyrir íslenska kvennalandsliðið og skorað í þeim 15 mörk.

Fimm leikmenn hafa tekið þátt í öllum níu leikjum Ísland á árinu 2013 en það eru auk Dóru Maríu þær Dagný Brynjarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Rakel Hönnudóttir.

Hallbera er sú sem kemur næst Dóru Maríu í flestum spiluðum A-landsleikjum í röð en Hallbera hefur tekið þátt í síðustu fjórtán landsleikjum Íslands. Dagný og Rakel hafa báðar spilað tólf leiki í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×