Fótbolti

Fékk tæplega fjögurra ára keppnisbann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jean-Francois Gillet, markvörður ítalska liðsins Torino, hefur verið dæmdur í þriggja ára og sjö mánaða keppnisbann fyrir að hagræða úrslitum leikja þegar hann var á mála hjá Bari á sínum tíma.

Gillet er 34 ára belgískur markvörður og var í hópi 20 manna sem voru kærðir vegna tveggja leikja Bari. Sá fyrri var gegn Treviso í maí 2008 og sá síðari gegn Salernitana ári síðar. Bari tapaði báðum leikjum.

Gillet var á mála hjá liðinu í áratug og spilaði í báðum þessum leikjum. Líklegt verður að teljast að knattspyrnuferli hans sé lokið vegna dómsins í dag.

Fjölmargir aðrir voru dæmdir í bann, allt frá hálfu ári til fjögurra ára. Þá verður eitt stig dregið af Bari í upphafi næstu leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×