Fótbolti

Ég átti von á meiru frá Pep

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vilanova á blaðamannafundinum í dag.
Vilanova á blaðamannafundinum í dag. Nordic Photos / AFP
Tito Vilanova, stjóri Barcelona, segir að Pep Guardiola, sinn fyrrum samstarfsmaður, hafi ekki veitt sér mikinn stuðning þegar hann var að jafna sig á krabbameini fyrr á þessu ári.

Vilanova var aðstoðarstjóri Guardiola hjá Barcelona á sínum tíma en tók svo við starfi knattspyrnustjóra Barcelona þegar Guardiola hætti.

Sá síðarnefndi fluttist þá til New York þar sem hann dvaldi í eitt ár. Seint á síðasta ári greindist svo Vilanova með krabbamein og gekkst hann undir aðgerð í New York.

„Pep heimsótti mig í tvo daga þegar ég var í New York. Hann er vinur minn og ég þarf að hafa hann nálægt mér,“ sagði Vilanova á blaðamannafundi í dag.

„Ég var áfram í New York í tvo mánuði eftir aðgerðina en hann kom aldrei aftur í heimsókn. Ég átti von á meiru frá honum. En hann hagar sér svona.“

„En nú skulum við tala um Barcelona,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×