Enski boltinn

Gylfi lagði upp fyrsta mark Tottenham í sumar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslendingurinn Gylfi Þór Sigurðsson byrjar undirbúningstímabilið vel með Tottenham en hann lagði upp mark fyrir Gareth Bale fyrr í kvöld.

Tottenham náði aðeins í jafntefli gegn Swindon Town 1-1 í æfingaleik en liðið leikur í ensku C-deildinni.

Gylfi átti fínan sprett upp miðjuna eftir um korters leik, átti frábæra stungusendingu á Bale sem afgreiddi boltann laglega í netið.

Gylfi Sigurðsson var síðan tekinn af velli eftir klukkutíma leik.

Hér að ofan má sjá sendingu Gylfa og markið frá Bale.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×