Enski boltinn

Enginn Mata í tilboði Chelsea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rooney er sagður ósáttur með stöðu sína hjá United.
Rooney er sagður ósáttur með stöðu sína hjá United. Nordicphotos/Getty
Chelsea hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um áhuga félagsins á Wayne Rooney.

Í tilkynningunni staðfestir félagið að það hafi lagt fram formlegt tilboð í framherja Manchester United. Hins vegar neita þeir að hafa boðið Spánverjann Juan Mata í skiptum fyrir kappann eins og breskir fjölmiðlar fullyrtu.

Í yfirlýsingu Chelsea segir að skilmálar kauptilboðsins verði ekki gefnir upp. Til að taka af allan vafa sé þó upplýst að enginn leikmaður, hvorki Juan Mata né aðrir, hafi verið boðinn í skiptum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×