Enski boltinn

Buðu tíu milljónir punda og Mata í Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United hafi í gærkvöldi hafnað tilboði í Wayne Rooney sem félaginu barst frá Chelsea.

Chelsea mun hafa boðið 10 milljónir punda auk þess að hafa boðið leikmann í skiptum, líklega Juan Mata eða David Luiz.

United hafnaði hins vegar tilboðinu umsvifalaust en forráðamenn félagsins hafa áður sagt að leikmaðurinn sé ekki til sölu.

Í gær var Rooney sagður vera óánægður með þá meðhöndlun sem hann hefur fengið hjá United undanfarnar vikur og mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×