Innlent

Tveggja kvenna leitað í Jökulfjörðum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jökulfirðir.
Jökulfirðir. mynd/loftmynd
Leitað er að tveimur konum sem fóru á vegum ferðaskrifstofunnar Vesturferða yfir í Veiðileysufjörð, milli Hesteyrarfjarðar og Lónafjarðar í Jökulfjörðum.

Samkvæmt upplýsingum BB.is fóru konurnar með bát fyrir helgi og áttu að koma til baka á mánudag en skiluðu sér ekki. Mögulegt er að þær hafi fengið far með einhverjum öðrum en þar sem ekkert hefur til þeirra spurst, hefur lögreglan verið sett í málið.

Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, staðfesti að eftirgrennslan stæði yfir en tjáði sig ekki frekar. Leiðsögumaður sem var í Lónafirði í gær með gönguhóp var beðinn um að svipast eftir konunum, en hann varð einskis var.

Uppfært: Konurnar eru fundnar heilar á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×