Fótbolti

Malouda kominn til Trabzonspor

Stefán Árni Pálsson skrifar
Florent Malouda
Florent Malouda Mynd / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Florent Malouda  hefur gengið frá samningi við tyrkneska liðið er Trabzonspor  og hefur nú endanlega yfirgefið Chelsea.

Malouda  lék ekki einn leik með enska liðinu á síðustu leiktíð og var út í kuldanum. Hann æfði með varaliðinu og reyndi hvað hann gat að halda sér í formi.

Þessi 33 ára Frakki skrifaði undir tveggja ára samning við Trabzonspor   en hann hafði verið í ein sex ár hjá Chelsea.

Malouda   komst á sjónvarsviðið þegar hann lék með Lyon á árunum 2003-2007 og var í framhaldinu keyptur til Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×