Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Standard Liège 1-3 Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júlí 2013 15:07 Standard Liege reyndist KR-ingum of stór biti í 3-1 sigri Belganna í Frostaskjólinu í kvöld. Heimamenn náðu forskotinu í fyrri hálfleik en Belgarnir sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur. Fyrirfram var vitað að verkefnið yrði erfitt. Standard Liege endaði í sjötta sæti í Belgísku deildinni á síðasta ári og hefur verið virkur þáttakandi í Evrópukeppnum síðastliðin ár. Aðstæður voru erfiðar og áttu menn erfitt með að fóta sig á blautum vellinum og mikið um slakar sendingar í upphafi. KR-ingar náðu forskotinu eftir 35 mínútur, þá átti Guðmundur Reynir hættulega fyrirgjöf milli varnar og markmanns sem Kjartan Henry var fyrstur að átta sig á og vippaði boltanum yfir Eiji Kawashima. Rétt fyrir hálfleik náðu Belgarnir að jafna metin, á 44 mínútu fengu þeir hornspyrnu sem fór beint á ennið á Kanu, varnarmanni Standard sem var aleinn og skallaði boltann af öryggi í netið. Sofandiháttur í varnarleik KR-inga því Kanu var einn á auðum sjó í miðjum vítateignum. Eftir þetta fylgdi mikil pressa frá gestunum sem voru nálægt því að ná forskotinu fyrir hálfleik en heimamenn náðu að halda út. Gestirnir höfðu undirtökin í seinni hálfleik og náðu verðskuldað forskotinu eftir rúmlega korter í seinni hálfleik. Þá átti Mujangi-Bia fyrirgjöf sem fann Michy Batshuayi við vítateiginn. Michy náði að skapa sér pláss og skoraði með föstu skoti sem Hannes réði ekki við. Gestirnir gengu svo langt með að klára einvígið þegar þeir skoruðu þriðja markið á 90 mínútu. Dæmd var aukaspyrna við vítateigsbogann sem Paul-José Mpoku skrúfaði í hornið og tryggði sigurinn. Leiknum lauk því með 3-1 sigri Belganna sem gengu langt með að klára einvígið í kvöld. Leikmenn liðsins reyndust of sterkir fyrir heimamenn sem börðust hetjulega í kvöld og voru óheppnir að fá á sig þriðja markið sem gerir verkefnið í næstu viku gríðarlega erfitt. Rúnar: Komu okkur ekki á óvart„Ég er mjög ósáttur með að fá á mig mark bæði á lokamínútu fyrri og seinni hálfleiks, það gerir úrslitin frekar slæm fyrir okkur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Þetta breyttist mikið í seinni hálfleik, við vorum mjög flottir í fyrri hálfleik og þeir voru oft ráðalausir í sínum leik. Hornspyrnan gefur þeim mark og svo fá þær færi rétt undir lokin, annað fengu þeir ekki í fyrri hálfleik," Jafnt var í hálfleik eftir að heimamenn náðu forskotinu eftir rúmlega hálftíma leik. „Við lékum vel í fyrri hálfleik og áttum skilið að fara inn í hálfleik með forystuna sem hefði eflaust breytt leiknum. Það dróg af okkur í síðari hálfleik og þeir gengu á lagið við það," Aðstæður voru erfiðar í kvöld, völlurinn var blautur og þungur og áttu menn oft í erfiðleikum með að ná upp góðu spili. „Það er alveg rétt, völlurinn var þungur og blautur og það seig svolítið í hjá okkur í seinni hálfleik. Það er búið að vera mikið álag á okkur en við börðumst alveg fram til lokamínútunnar, við reyndum að bæta í sóknina og tókum sénsa." „Við reyndum að sækja jöfnunarmarkið og fórnuðum okkur fram á völlinn þótt við vissum að við gætum fengið mark í andlitið. Maður vonaðist auðvitað til að sleppa með að fá á sig mark, 2-1 hefði verið allt önnur úrslit en 3-1 en strákarnir lögðu allt í þetta og ég er stoltur af þeim í kvöld," Rúnar sagði að KR-ingar hefðu verið vel undirbúnir fyrir leikinn og spilamennska Standard kom honum ekki í opna skjöldu. „Við vorum búnir að sjá nokkra leiki með þeim og þetta var svipað og þeir hafa verið að gera. Þótt það sé nýr þjálfari er þetta sama og þeir hafa verið að gera svo þeir komu okkur ekki mikið á óvart, þeir eru líkamlega sterkir og í góðu standi og leyfðu okkur lítið að spila boltanum," sagði Rúnar. Guy Luzon: Tek hatt minn ofan KR-ingum„Við byrjuðum leikinn ekki vel, við vorum hræddir, ekki nægilega vinnusamir og ekki nógu ákveðnir í fyrri hálfleik," sagði Guy Luzon, þjálfari Standard Liege eftir leikinn. „Í seinni hálfleik snerum við þessu við, við breyttum gangi leiksins og breyttum okkar spilamennsku. Við reyndum að spila boltanum eftir jörðinni og hratt og fengum færi til að skora. Við skoruðum þrjú mörk sem er glæsilegt og við verðum tilbúnir í næsta leik," Guy var hrifinn af spilamennsku KR-inga og hrósaði þeim sérstaklega fyrir fyrri hálfleikinn. „Þeir spiluðu vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, ég tek hatt minn ofan fyrir þeim. Í seinni hálfleik vorum við aftur að spila eins og við viljum, spiluðum hraðari fótbolta og unnum sterkan sigur. Við verðum að bæta okkur fyrir seinni leikinn, við munum reyna að spila betri fótbolta og vinna leikinn," Aðstæður voru erfiðar í leiknum, völlurinn var blautur og var eitthvað um polla sem gerði mönnum erfitt fyrir að spila á milli sín. „Í fyrri hálfleik lentum við í miklum vandræðum með völlinn, við áttum í erfiðleikum með að spila boltanum meðfram jörðinni eins og við vildum. Í seinni hálfleik hætti að rigna og við gátum reynt að spila boltanum betur," sagði Guy að lokum. Grétar: Gefum þeim þrjú mörk„Þetta er fínt lið en við gefum þeim þrjú mörk og það er pirrandi að fara með þrjú mörk á okkur út," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðsson, leikmaður KR eftir leikinn. „Við ætlum að fara út og reyna að vinna, gera okkar besta, spila fótbolta og hafa gaman. Hvort þetta sé búið í ár veit ég ekki, við ætlum allaveganna að sjá hvað gerist," Verkefnið verður erfitt fyrir KR-inga sem þurfa að eiga stórleik í Belgíu til að komast áfram. „Öll mörkin voru jafn sár, fyrsta markið kemur útaf dekkningin klikkar hjá okkur sem er bara lélegt. Við áttum ekki að fá á okkur þessi mörk í dag, við vorum skipulagðir fyrir utan þessi þrjú aulamörk sem við gefum," Grétar vildi ekki skrifa tapið á þreytu. „Ekki vitund af þreytu hjá okkur, það var ekki þreyta gegn Fram heldur bara aumingjaskapur. Við erum í toppformi, betra formi en þetta lið og við hefðum getað nýtt okkur það. Það var ekki vottur af þreytu hjá okkur." „Vallaraðstæður voru erfiðar, við vorum að reyna að spila boltanum allan leikinn en gekk illa. Við vissum hvar pollarnir voru og reyndum að fara yfir þá og nýta okkur hornin. Menn voru ekki að taka neina óþarfa sénsa í þessu og við vissum það kannski betur en þeir," sagði Grétar. Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
Standard Liege reyndist KR-ingum of stór biti í 3-1 sigri Belganna í Frostaskjólinu í kvöld. Heimamenn náðu forskotinu í fyrri hálfleik en Belgarnir sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur. Fyrirfram var vitað að verkefnið yrði erfitt. Standard Liege endaði í sjötta sæti í Belgísku deildinni á síðasta ári og hefur verið virkur þáttakandi í Evrópukeppnum síðastliðin ár. Aðstæður voru erfiðar og áttu menn erfitt með að fóta sig á blautum vellinum og mikið um slakar sendingar í upphafi. KR-ingar náðu forskotinu eftir 35 mínútur, þá átti Guðmundur Reynir hættulega fyrirgjöf milli varnar og markmanns sem Kjartan Henry var fyrstur að átta sig á og vippaði boltanum yfir Eiji Kawashima. Rétt fyrir hálfleik náðu Belgarnir að jafna metin, á 44 mínútu fengu þeir hornspyrnu sem fór beint á ennið á Kanu, varnarmanni Standard sem var aleinn og skallaði boltann af öryggi í netið. Sofandiháttur í varnarleik KR-inga því Kanu var einn á auðum sjó í miðjum vítateignum. Eftir þetta fylgdi mikil pressa frá gestunum sem voru nálægt því að ná forskotinu fyrir hálfleik en heimamenn náðu að halda út. Gestirnir höfðu undirtökin í seinni hálfleik og náðu verðskuldað forskotinu eftir rúmlega korter í seinni hálfleik. Þá átti Mujangi-Bia fyrirgjöf sem fann Michy Batshuayi við vítateiginn. Michy náði að skapa sér pláss og skoraði með föstu skoti sem Hannes réði ekki við. Gestirnir gengu svo langt með að klára einvígið þegar þeir skoruðu þriðja markið á 90 mínútu. Dæmd var aukaspyrna við vítateigsbogann sem Paul-José Mpoku skrúfaði í hornið og tryggði sigurinn. Leiknum lauk því með 3-1 sigri Belganna sem gengu langt með að klára einvígið í kvöld. Leikmenn liðsins reyndust of sterkir fyrir heimamenn sem börðust hetjulega í kvöld og voru óheppnir að fá á sig þriðja markið sem gerir verkefnið í næstu viku gríðarlega erfitt. Rúnar: Komu okkur ekki á óvart„Ég er mjög ósáttur með að fá á mig mark bæði á lokamínútu fyrri og seinni hálfleiks, það gerir úrslitin frekar slæm fyrir okkur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Þetta breyttist mikið í seinni hálfleik, við vorum mjög flottir í fyrri hálfleik og þeir voru oft ráðalausir í sínum leik. Hornspyrnan gefur þeim mark og svo fá þær færi rétt undir lokin, annað fengu þeir ekki í fyrri hálfleik," Jafnt var í hálfleik eftir að heimamenn náðu forskotinu eftir rúmlega hálftíma leik. „Við lékum vel í fyrri hálfleik og áttum skilið að fara inn í hálfleik með forystuna sem hefði eflaust breytt leiknum. Það dróg af okkur í síðari hálfleik og þeir gengu á lagið við það," Aðstæður voru erfiðar í kvöld, völlurinn var blautur og þungur og áttu menn oft í erfiðleikum með að ná upp góðu spili. „Það er alveg rétt, völlurinn var þungur og blautur og það seig svolítið í hjá okkur í seinni hálfleik. Það er búið að vera mikið álag á okkur en við börðumst alveg fram til lokamínútunnar, við reyndum að bæta í sóknina og tókum sénsa." „Við reyndum að sækja jöfnunarmarkið og fórnuðum okkur fram á völlinn þótt við vissum að við gætum fengið mark í andlitið. Maður vonaðist auðvitað til að sleppa með að fá á sig mark, 2-1 hefði verið allt önnur úrslit en 3-1 en strákarnir lögðu allt í þetta og ég er stoltur af þeim í kvöld," Rúnar sagði að KR-ingar hefðu verið vel undirbúnir fyrir leikinn og spilamennska Standard kom honum ekki í opna skjöldu. „Við vorum búnir að sjá nokkra leiki með þeim og þetta var svipað og þeir hafa verið að gera. Þótt það sé nýr þjálfari er þetta sama og þeir hafa verið að gera svo þeir komu okkur ekki mikið á óvart, þeir eru líkamlega sterkir og í góðu standi og leyfðu okkur lítið að spila boltanum," sagði Rúnar. Guy Luzon: Tek hatt minn ofan KR-ingum„Við byrjuðum leikinn ekki vel, við vorum hræddir, ekki nægilega vinnusamir og ekki nógu ákveðnir í fyrri hálfleik," sagði Guy Luzon, þjálfari Standard Liege eftir leikinn. „Í seinni hálfleik snerum við þessu við, við breyttum gangi leiksins og breyttum okkar spilamennsku. Við reyndum að spila boltanum eftir jörðinni og hratt og fengum færi til að skora. Við skoruðum þrjú mörk sem er glæsilegt og við verðum tilbúnir í næsta leik," Guy var hrifinn af spilamennsku KR-inga og hrósaði þeim sérstaklega fyrir fyrri hálfleikinn. „Þeir spiluðu vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, ég tek hatt minn ofan fyrir þeim. Í seinni hálfleik vorum við aftur að spila eins og við viljum, spiluðum hraðari fótbolta og unnum sterkan sigur. Við verðum að bæta okkur fyrir seinni leikinn, við munum reyna að spila betri fótbolta og vinna leikinn," Aðstæður voru erfiðar í leiknum, völlurinn var blautur og var eitthvað um polla sem gerði mönnum erfitt fyrir að spila á milli sín. „Í fyrri hálfleik lentum við í miklum vandræðum með völlinn, við áttum í erfiðleikum með að spila boltanum meðfram jörðinni eins og við vildum. Í seinni hálfleik hætti að rigna og við gátum reynt að spila boltanum betur," sagði Guy að lokum. Grétar: Gefum þeim þrjú mörk„Þetta er fínt lið en við gefum þeim þrjú mörk og það er pirrandi að fara með þrjú mörk á okkur út," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðsson, leikmaður KR eftir leikinn. „Við ætlum að fara út og reyna að vinna, gera okkar besta, spila fótbolta og hafa gaman. Hvort þetta sé búið í ár veit ég ekki, við ætlum allaveganna að sjá hvað gerist," Verkefnið verður erfitt fyrir KR-inga sem þurfa að eiga stórleik í Belgíu til að komast áfram. „Öll mörkin voru jafn sár, fyrsta markið kemur útaf dekkningin klikkar hjá okkur sem er bara lélegt. Við áttum ekki að fá á okkur þessi mörk í dag, við vorum skipulagðir fyrir utan þessi þrjú aulamörk sem við gefum," Grétar vildi ekki skrifa tapið á þreytu. „Ekki vitund af þreytu hjá okkur, það var ekki þreyta gegn Fram heldur bara aumingjaskapur. Við erum í toppformi, betra formi en þetta lið og við hefðum getað nýtt okkur það. Það var ekki vottur af þreytu hjá okkur." „Vallaraðstæður voru erfiðar, við vorum að reyna að spila boltanum allan leikinn en gekk illa. Við vissum hvar pollarnir voru og reyndum að fara yfir þá og nýta okkur hornin. Menn voru ekki að taka neina óþarfa sénsa í þessu og við vissum það kannski betur en þeir," sagði Grétar.
Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira