Fótbolti

Sparkaði í andlit samherja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Merkilegt atvik átti sér stað í æfingaleik Notts County og Galatasaray þegar Alan Sheehan, leikmaður Notts County, sparkaði í andlitið á markverði liðsins Bartosz Bialkowski eftir að liðið hafði fengið á sig mark.

Sheehan ætlaði greinilega að þruma boltanum í burtu sökum pirrings með fyrrgreindum afleiðingum. Stöðva þurfti leikinn í sjö mínútur og var markvörðurinn borinn af velli.

Leiknum lauk með sigri Galatasaray 2-1 og til að bæta gráu ofan á svart var það Wesley Sneijder sem skoraði sigurmarkið í uppbótaríma.

Hér að ofan má sjá myndband af atvikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×